Íslenski boltinn

Barbára lánuð til sigursælasta liðs Danmerkur: „Alltaf verið draumurinn minn að fara út í atvinnumennsku“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Barbára Sól Gísladóttir verið í lykilhlutverki hjá Selfossi síðan 2017.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Barbára Sól Gísladóttir verið í lykilhlutverki hjá Selfossi síðan 2017. vísir/Hulda Margrét

Selfoss hefur lánað Barbáru Sól Gísladóttur til danska úrvalsdeildarliðsins Brøndby.

Lánssamningurinn er gildir til áramóta en að honum loknum á Brøndby möguleika á að kaupa Barbáru.

Brøndby er sigursælasta lið Danmerkur með tólf meistaratitla og hefur verið fastagestur í Meistaradeild Evrópu.

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum með Bröndby og ég trúi því að þetta sé gott næsta skref fyrir mig. Bröndby er mjög gott og spennandi lið, með mjög góða umgjörð. Það hefur alltaf verið draumurinn minn að fara út í atvinnumennsku,“ segir Barbára í fréttatilkynningu frá Selfossi. 

„Ég er mjög þakklát fyrir allt sem Selfoss hefur gefið mér, þar hef ég fengið að þroskast og þróast sem leikmaður, hef fengið mikið traust og verið hluti af frábærri liðsheild. Fyrir það vil ég þakka og óska liðinu mínu alls hins besta á lokasprettinum í sumar.“

Hin tvítuga Barbára varð bikarmeistari með Selfossi 2019. Hún hefur leikið 63 leiki fyrir Selfoss í efstu deild og skorað sex mörk.

Barbára hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands og lék sína fyrstu A-landsleiki síðasta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×