Enski boltinn

Manchester City staðfestir komu Grealish

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jack Grealish mun leika í treyju númer tíu hjá Manchester City.
Jack Grealish mun leika í treyju númer tíu hjá Manchester City. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images

Manchester City hefur staðfest komu Jack Grealish frá Aston Villa. Þessi 25 ára Englendingur er því orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

City greiðir hundrað milljónir punda fyrir Grealish, en áður var Paul Pogba dýrasti leikmaður úrvalsdeildarinnar eftir að Manchester United greiddi 89 milljónir punda fyrir hann.

Grealish er ekki bara dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, heldur er hann nú einnig níundi dýrasti leikmaður heims.

Grealish skrifaði fyrr í dag undir sex ára samning við ensku meistarana og mun leika í treyju númer tíu.


Tengdar fréttir

Jack Grealish búinn í læknisskoðun hjá City

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Jack Grealish lokið við læknisskoðun hjá Manchester City. Það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×