Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 21:28 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er nokkuð bjartsýnn fyrir seinni leik liðanna. Vísir/Hafliði Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira