Hitti óvænt íslensku hetjuna sína og fékk flotta kveðjugjöf frá KAT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir tók heldur betur vel á móti hinni fimmtán ára gömul Paige frá Montana. Instagram/paige_gersh Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér fullt af aðdáendum út um allan heim eftir frábæran árangur sinn í mörg ár í CrossFit íþróttinni. Það er samt ekki víst að það séu til meiri aðdáendur en einn táningur frá Montana fylki. Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira