Hitti óvænt íslensku hetjuna sína og fékk flotta kveðjugjöf frá KAT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir tók heldur betur vel á móti hinni fimmtán ára gömul Paige frá Montana. Instagram/paige_gersh Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér fullt af aðdáendum út um allan heim eftir frábæran árangur sinn í mörg ár í CrossFit íþróttinni. Það er samt ekki víst að það séu til meiri aðdáendur en einn táningur frá Montana fylki. Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh) CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh)
CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira