Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 13:44 Lík hvítrússneska aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs fannst í almenningsgarði í Kænugarði á þriðjudag. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. EPA-EFE/STEPAN FRANKO Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Lík Vitaly Sjísjovs fannst hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði síðasta þriðjudag. Hann hafði ekki skilað sér heim eftir að hafa farið út að hlaupa á mánudagsmorgun. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lögreglan í Kænugarði hefur málið nú til rannsóknar og er það til athugunar hvort Sjísjov hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur til að Sjísjov virtist hafa framið sjálfsvíg. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að andlát Sjísjovs hafi bætt við áhyggjur þeirra á ástandinu í Hvíta-Rússlandi. „Við skipulögðum framtíð saman,“ sagði Bazhena Zholúdzh, kærasta Sjísjovs, í samtali við breska ríkisútvarpi í dag. „Hann hefði ekki bara yfirgefið mig á þennan hátt.“ Zholúdzh segir að Sjísjov hafi áður lýst yfir áhyggjum um öryggi þeirra í Úkraínu en hún hafi ekki tekið þær áhyggjur alvarlega. „Hann sat stundum við gluggann og sagðist fylgjast með bílum keyra um bílaplanið okkar. Ég tók það ekki alvarlega. Ég sagði honum að hann væri of tortrygginn. Hver hefði áhuga á okkur? En kannski fann hann á sér að eitthvað var að fara að gerast,“ sagði Zholúdzh. Sjísjov var forstöðumaður samtaka Hvít-Rússa í Úkraínu sem tekið hafa á móti flóttafólki frá Hvíta-Rússlandi og hjálpað því að hefja nýtt líf. Andlát Sjísjovs hefur vakið mikla athygli og beint kastljósinu að Hvíta-Rússlandi á ný. Alexander Lúkasjenka hefur verið foreti landsins frá árinu 1994 og í kjölfar umdeildra kosninga í fyrra hefur mótmælaalda riði yfir landið. Síðan þá hefur fjöldi stjórnarandstæðinga flúið landið og fjöldi þeirra verið handtekinn. Fyrr á árinu voru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega gagnrýnd eftir að hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevíts og kærastan hans voru handtekin á flugvellinum í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þau höfðu verið um borð í flugvél á leið frá Aþenu til Litháen þegar flugvélinni var skyndilega gert að lenda í Hvíta-Rússlandi. Margir telja að hvítrússnesk stjórnvöld hafi látið hana lenda til að geta handtekið Prótasevíts. Zholúdzh segir í samtali við fréttastofu Newshour að hún hafi ekki séð Sjísjov daginn sem hann hvarf. „Ég vaknaði og hann var farinn,“ segir Zholúdzh. „Ég hef enn þá ekki fengið að sjá líkið til að kveðja hann vegna þess að við vorum ekki gift.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02