Styðjum áfram öflugt íþrótta- og frístundastarf Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Því er mikilvægt að ná að virkja börn og tryggja um leið jöfn tækifæri allra til slíkrar þátttöku, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Slíkt stuðlar auk þess að aukinni hreyfingu, bættri lýðheilsu og tryggir enn frekar fjölbreytta tómstundaiðkun hér á landi. Frístundastyrkur Meðal þeirra aðgerða sem komið hafa til framkvæmda er sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur til tekjulágra heimila. Styrkurinn er veittur til barna innan sveitarfélags til niðurgreiðslu eða fullri greiðslu á skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Börn og unglingar, sem hefðu mögulega ekki getað stundað þá tómstund sem þau hafa áhuga á vegna efnahags eða félagslegra aðstæðna, hafa nú aukin tækifæri með þessari góðu aðgerð. Styrkurinn hefur reynst árangursríkur og við höfum séð góðar niðurstöður í sveitarfélögum eins og Hafnarfirði og Kópavogi varðandi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu starfi. Sem dæmi um þetta má nefna nýjustu tölur í Hafnarfirði, en þar var frístundastyrkurinn hækkaður nýlega, aldursviðmið hækkuð og reglur um notkun hans rýmkaðar. Tölurnar segja okkur að börnum og unglingum sem iðka íþrótt eða tómstund og nota frístundastyrkinn hefur farið fjölgandi. Meirihluti barna og unglinga í bænum iðka einhverja skipulagða íþrótt eða tómstund. Þetta er jákvæð þróun, styrkir einstaklinginn og samfélagið í heild. Tækifæri eldri borgara Kostirnir við iðkun íþrótta eða tómstundar takmarkast þó ekki við börn og ungmenni. Sveitarfélög hafa horft á jákvæð áhrif frístundastyrksins á lýðheilsu. Þá hefur einnig verið horft til eldri borgara í því samhengi, en frístundaiðkun getur leitt til verulegra félagslegra og heilsufarslegra hagsbóta þess hóps einnig. Þarna liggja tækifæri til bættrar lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Þess má geta að Hafnafjörður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að bjóða eldri borgurum frístundastyrk. Mikil ánægja hefur verið með styrkinn, hann vel nýttur og hefur haft jákvæð áhrif á heilsueflingu eldra fólks. Nú eru tækifæri til að halda áfram, þróa og styðja enn betur við öflugt skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Áfram veginn. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Því er mikilvægt að ná að virkja börn og tryggja um leið jöfn tækifæri allra til slíkrar þátttöku, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Slíkt stuðlar auk þess að aukinni hreyfingu, bættri lýðheilsu og tryggir enn frekar fjölbreytta tómstundaiðkun hér á landi. Frístundastyrkur Meðal þeirra aðgerða sem komið hafa til framkvæmda er sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur til tekjulágra heimila. Styrkurinn er veittur til barna innan sveitarfélags til niðurgreiðslu eða fullri greiðslu á skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Börn og unglingar, sem hefðu mögulega ekki getað stundað þá tómstund sem þau hafa áhuga á vegna efnahags eða félagslegra aðstæðna, hafa nú aukin tækifæri með þessari góðu aðgerð. Styrkurinn hefur reynst árangursríkur og við höfum séð góðar niðurstöður í sveitarfélögum eins og Hafnarfirði og Kópavogi varðandi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu starfi. Sem dæmi um þetta má nefna nýjustu tölur í Hafnarfirði, en þar var frístundastyrkurinn hækkaður nýlega, aldursviðmið hækkuð og reglur um notkun hans rýmkaðar. Tölurnar segja okkur að börnum og unglingum sem iðka íþrótt eða tómstund og nota frístundastyrkinn hefur farið fjölgandi. Meirihluti barna og unglinga í bænum iðka einhverja skipulagða íþrótt eða tómstund. Þetta er jákvæð þróun, styrkir einstaklinginn og samfélagið í heild. Tækifæri eldri borgara Kostirnir við iðkun íþrótta eða tómstundar takmarkast þó ekki við börn og ungmenni. Sveitarfélög hafa horft á jákvæð áhrif frístundastyrksins á lýðheilsu. Þá hefur einnig verið horft til eldri borgara í því samhengi, en frístundaiðkun getur leitt til verulegra félagslegra og heilsufarslegra hagsbóta þess hóps einnig. Þarna liggja tækifæri til bættrar lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Þess má geta að Hafnafjörður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að bjóða eldri borgurum frístundastyrk. Mikil ánægja hefur verið með styrkinn, hann vel nýttur og hefur haft jákvæð áhrif á heilsueflingu eldra fólks. Nú eru tækifæri til að halda áfram, þróa og styðja enn betur við öflugt skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Áfram veginn. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun