Smit í Reykjadal: „Ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 10:44 Börn og ungmenni skemmta sér vel á sumrin í Reykjadal. slf.is Tæplega áttatíu manns eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni, um helgina. Forstöðukona Reykjadals segist sorgmædd yfir aðstæðunum en vonar að bólusetningar dugi til að verja þennan viðkvæma hóp. Starfsmaður í Reykjadal greindist með kórónuveiruna á laugardag og í beinu framhaldi voru allir, fimmtíu starfsmenn og tuttugu og sjö gestir, sendir í sóttkví, að sögn Margrétar Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadals. „Þetta er ofsalega viðkvæmur hópur sem var í dvöl hjá okkur og við erum auðvitað ekki róleg yfir þessum aðstæðum en það var ofboðslega góð samvinna milli foreldra, starfsfólks og gesta sem voru í Reykjadal sem varð til þess að við náðum að rýma húsið á mettíma og koma öllum heim í sóttkví.“ Margrét segir að góð samvinna hafi verið á milli Reykjadals, foreldra og smitrakningarteymisins. „Í fyrra við náðum að klára sumarið og náðum að klára allar okkar vikur og vorum auðvitað að vona það besta að við myndum ná því í sumar. Þetta er hópur sem að var búinn að bíða allra lengst eftir sinni sumardvöl og hópur sem hefur verið mikið einangraður a þessum tíma sem við höfum verið að kljast við vieuna þannig að það gerir þessar aðstæður enn erfiðari og eins og ég sagði áðan við erum bara ofsalega sorgmædd yfir þessum aðstæðum.“ Enginn hefur fundið fyrir einkennum frá því að veiran greindist, en starfsmaðurinn var sömuleiðis nær einkennalaus. „Við erum auðvitað bara ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum. Við vorum búin að eiga mjög góða daga með hópnum sem var í Reykjadal og okkur langaði ekkert frekar en að klára dvölina og skapa ógleymanlegar minningar með þessum gestum en svo eins og ég hef sagt þá læddist veiran inn með látum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Starfsmaður í Reykjadal greindist með kórónuveiruna á laugardag og í beinu framhaldi voru allir, fimmtíu starfsmenn og tuttugu og sjö gestir, sendir í sóttkví, að sögn Margrétar Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadals. „Þetta er ofsalega viðkvæmur hópur sem var í dvöl hjá okkur og við erum auðvitað ekki róleg yfir þessum aðstæðum en það var ofboðslega góð samvinna milli foreldra, starfsfólks og gesta sem voru í Reykjadal sem varð til þess að við náðum að rýma húsið á mettíma og koma öllum heim í sóttkví.“ Margrét segir að góð samvinna hafi verið á milli Reykjadals, foreldra og smitrakningarteymisins. „Í fyrra við náðum að klára sumarið og náðum að klára allar okkar vikur og vorum auðvitað að vona það besta að við myndum ná því í sumar. Þetta er hópur sem að var búinn að bíða allra lengst eftir sinni sumardvöl og hópur sem hefur verið mikið einangraður a þessum tíma sem við höfum verið að kljast við vieuna þannig að það gerir þessar aðstæður enn erfiðari og eins og ég sagði áðan við erum bara ofsalega sorgmædd yfir þessum aðstæðum.“ Enginn hefur fundið fyrir einkennum frá því að veiran greindist, en starfsmaðurinn var sömuleiðis nær einkennalaus. „Við erum auðvitað bara ofsalega leið og sorgmædd yfir þessum aðstæðum. Við vorum búin að eiga mjög góða daga með hópnum sem var í Reykjadal og okkur langaði ekkert frekar en að klára dvölina og skapa ógleymanlegar minningar með þessum gestum en svo eins og ég hef sagt þá læddist veiran inn með látum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira