Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 11:22 Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. „Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“ Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Það er enginn feluleikur á bak við það,“ segir Páll í samtali við Vísi um nýju þættina. Þeir heita Pólitík með Páli Magnússyni og verða á dagskrá alla miðvikudaga á Hringbraut fram að kosningum, alls sjö þættir. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Sá fyrsti verður sýndur næsta miðvikudag og verða þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gestir þáttarins. En þurfa áhorfendur að hafa áhyggjur af hlutleysi Páls þegar hann stýrir pólitískum þætti sem sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins? „Fólk veit hvaðan ég kem og verður síðan bara að meta það á eigin forsendum hvort ég stjórnist af einhverjum annarlegum hvötum,“ segir Páll léttur í bragði. „En það er auðvitað það sem setur á þetta dálítið óvenjulegan og kannski dýnamískan eða spennandi vinkil, að ég er þarna að tala við fólk sem ég hef haft sem starfsfélaga, svo að segja, eða verið í kringum og starfað með í pólitík, bæði bandamenn og andstæðinga.“ Hann segir að formið sé vel þekkt erlendis. Í Bandaríkjunum sé til dæmis ekki óalgengt að bæði fyrrverandi og sitjandi pólitíkusar séu fengnir til að stýra viðtals- og umræðuþáttum. Páll er auðvitað afar reyndur fjölmiðlamaður; starfaði í fréttastjórastöðum hjá Stöð 2, RÚV og víðar og síðast sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Hann fór svo inn á þing árið 2016 en ákvað að gefa ekki aftur kost á sér fyrir næstu þingkosningar. Fara menn þá beint aftur í fjölmiðla? „Ætli ég geri það ekki bara upp við mig þegar þessari seríu lýkur,“ segir Páll. „Þá geri ég það upp við mig hvort ég hafi enn þá jafngaman að þessu og ég hafði. Ég er að bisast við að halda mig við þá reglu sem ég setti mér að gera bara það sem mér þykir skemmtilegt hverju sinni.“
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira