Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:55 Brittany Commisso er fyrst þeirra kvenna sem hefur sakað Cuomo um kynferðisáreitni til að stíga fram og greina frá upplifun sinni. skjáskot Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. „Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23