Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 20:59 Ómar Úlfur ferðaðist til landsins með Icelandair. Vísir/Vilhelm Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira