Börn sem kosta Birna Eik Benediktsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar