Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:17 Ecclestone vandar Sverri ekki kveðjurnar. Getty/Peter Macdiarmid Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“ Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“
Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30