Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Sjá meira
Um hundrað greindust innanlands í gær með Covid-19 og 25 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og fjölgaði um einn frá því í gær en tveir þeirra eru í öndunarvél. Ríkisstjórnin ræddi framhald innanlandsaðgerða á árlegum sumarfundi sínum í Grindavík í dag. Ráðherrar vildu ekki veita viðtal að fundi loknum en hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. „Við erum á svipuðu róli og getum kannski vonast til að þetta sé aðeins að þokast niður en það verður að koma í ljós næstu dagana,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fjölgun smitaðra. Faraldurinn sé nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Boltinn hjá ríkisstjórninni Þórólfur hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða en í því er ekki að finna beinar tillögur. Hann segir það nú ríkisstjórnarinnar að taka mið af ólíkum hagsmunum í samfélaginu og ákveða hvernig aðgerðum verður háttað eftir að núgildandi reglugerð rennur út þann 13. ágúst. „Í þessu minnisblaði sem ég lagði fram var að ég var að lýsa áhættumatinu, hvert faraldurinn stefndi og að hann gæti verið að stefna í þá átt að það þyrfti að grípa til harðari takmarkana. Ég vildi setja það í hendurnar á stjórnvöldum að meta það út frá öðrum hagsmunum hvort að það þyrfti að gera það eða ekki og það er það sem stjórnvöld hafa verið að gera,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Mér sýnist nú kannski ekki vera mikið rúm eins og staðan er núna til að slaka á en ég vil ekki tjá mig um minnisblaðið að öðru leyti.“ Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæslu með Covid-19 og eru tveir þeirra í öndunarvél.Vísir/Vilhelm Fylgist vel með stöðunni á Landspítala Þórólfur segist einna helst horfa til stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef faraldurinn reynist spítölunum ofviða þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Mér finnst kannski ekki ástæða til að grípa inn í ef við erum bara að sjá mikið af tiltölulega vægum einkennum hjá aðallega bólusettu fólki. Við vitum að bóluefnin koma í veg fyrir alvarleg veikindi og þess vegna þurfum við aðeins að hugsa þetta öðruvísi núna með svona vel bólusetta þjóð. Staðan er öðruvísi og þess vegna hef ég sagt að það er stjórnvalda núna að ákveða til hversu harðra aðgerða þarf að grípa,“ segir Þórólfur. Hann muni þó koma með tillögur að harðari aðgerðum ef honum finnist faraldurinn stefna í öfuga átt eða fái þau skilaboð frá forsvarsmönnum spítalana að þau ráði ekki lengur við stöðuna. „En fram að því þarf ég að halda að mér höndum, ég get ekki komið með tillögur um harðari aðgerðir spítalans vegna ef spítalinn telur að ekki sé alveg þörf á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Sjá meira
Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. 10. ágúst 2021 10:51
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04