Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2021 13:46 Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok júlí. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47
Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01