Að þykja vænt um komandi kynslóðir Kristrún Frostadóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun