Enski boltinn

John Stones framlengir við Englandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
John Stones er nú skuldbundinn Englandsmeisturum Manchester City til ársins 2026.
John Stones er nú skuldbundinn Englandsmeisturum Manchester City til ársins 2026. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images

John Stones, varnarmaður Manchester City, framlengdi í dag samningi sínum við Englandsmeistarana. Nýji samningurinn er til fimm ára og Stones er því skuldbundinn City út sumarið 2026.

Stones kom til City frá Everton árið 2016 og hefur á sínum fimm árum hjá félaginu unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar, enska deildarbikarinn tvisvar og enska bikarinn einu sinni.

Hann hefur leikið 168 leiki fyrir félagið, en á tíma leit út fyrir að hann væri á förum frá blá liðinu í Manchester eftir að hafa lent fyrir aftan Ruben Dias og Aymeric Laporte í goggunarröðinni.

Stones hefur þó blásið á þær sögusagnir með því að skrifa undir nýjan samning, en hann segir að hann gæti ekki verið ánægðari og það sé draumi líkast að vinna með þjálfara liðsins, Pep Guardiola.

„Ég elska að vera hluti af þessu liði,“ sagði Stones. „Það er svo mikið af góðum leikmönnum hérna og ég veit að við getum haldið áfram að vinna titla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×