Hvernig fiskeldi viljum við? Rúnar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun