Hvernig fiskeldi viljum við? Rúnar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Laxafóður er blanda af grænmetispróteinum (70%) og fiskimjöli (30%) eins og sjá má hér. Það er því ljóst að það þarf að rækta mikið magn af t.d soya eða sólblómum eingöngu til að fullnægja þessari þörf fyrir grænmetisprótein - fyrir utan allt sem er ræktað til manneldis. Einnig þarf mikið magn af fiskimjöli og þar sem nýtingarhlutfall við bræðslu uppsjávarfisks er ekki nema 17-20% eftir tegundum þarf að veiða mikinn fisk til að framleiða það mjöl sem þarf. Því leyfir maður sér að spyrja: Er fiskeldi virkilega eins umhverfisvænt og sum fullyrða? Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til botns og mengar í kringum eldisstöðvarnar. Landsvæði undir ræktun þess próteins sem þarf í fiskeldið er í mörgum tilfellum fengið með skógarhöggi og fiskveiðar til mjölframleiðslu ganga nærri nytjastofnum, sem margir hverjir eiga undir högg að sækja. Nú geri ég mér vel grein fyrir því að fiskeldi er stór atvinnugrein og hluti af fæðuöryggi heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að við getum ekki gert ríkar kröfur um að iðnaðurinn sé umhverfisvænni. Loftslagið krefst þess. Framtíð fiskeldis Samkvæmt viðtali við stjórnarformann stærsta hluthafa íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax er sjókvíaeldi í opnum kvíum á útleið. Er því ekki kjörið tækifæri til þess að koma fiskeldi á land, eða í það minnsta lokaðar kvíar, og gera með því fiskeldi minna mengandi en það er núna? Ég tel hyggilegt að hlusta á þau orð og fara strax að huga að öðrum fiskeldislausnum en opnum sjókvíum. Landeldi sleppir ekki úrgangi í sjóinn, þar er hægt að ná honum og nýta til vinnslu á metangasi og áburði svo dæmi sé nefnt. Svipað mætti gera með lokaðar sjókvíar. Líklega þyrfti minna fóður því það félli ekki niður í gegnum netamöskva kvíanna og þar með minnkar sótspor fóðurframleiðslunnar. Píratar hafa sett sér stefnu í fiskeldismálum. Þar segir meðal annars: „Markmið okkar er að hagkvæmara verði að stunda fiskeldi á landi en í sjó. Við munum tryggja að löggjöf um fiskeldi á landi verði einföld og skilvirk. Ljóst er þó að afkoma fjölmargra Íslendinga byggir á því sjókvíeldi sem nú þegar hefur byggst upp við landið. Við hyggjumst ekki kollvarpa fyrir þeim rekstri sem nú þegar er kominn á laggirnar, en gerum kröfu um að fiskeldið fari fram í lokuðum kvíum.“ Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun