Enski boltinn

Kominn í nýtt félag eftir að hafa sigrast á krabbameini

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sol Bamba greindist með krabbamein fyrr á árinu en hefur nú sigrast á því og spilar með Middlesbrough á næsta tímabili.
Sol Bamba greindist með krabbamein fyrr á árinu en hefur nú sigrast á því og spilar með Middlesbrough á næsta tímabili. Alex Dodd - CameraSport via Getty Images

Fílabeinsstrendingurinn Sol Bamba er genginn í raðir Middlesbrough í ensku B-deildinni frá Cardiff. Snemma árs greindist Bamba með Non-Hodkin's eitilfrumukrabbamein, en hefur nú náð fullri heilsu.

Bamba hóf feril sinn hjá PSG í Frakklandi þar sem hann er fæddur, en þar náði hann aldrei að festa sig í sessi. 

Ásamt PSG og Cardiff hefur þessi 36 ára varnarmaður leikið yfir 400 leiki með liðum á borð við Leicester, Trabzonspor, Palermo og Leeds.

Þá á hann einnig að baki 46 A-landsleiki fyrir Filabeinsströndina, og var meðal annars í liðinu sem komst í úrslit Afríkukeppninnar árið 2012.

Í maí síðastliðnum tilkynnti Bamba að hann væri laus við krabbameinið, og nú í gær skrifaði hann undir eins árs samning við Middlesbrough. Hann mun einnig sjá um þjálfun í unglingaakademíu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×