Nóvember nálgast Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. ágúst 2021 09:01 Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun