Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:04 Þó prinsinn neiti að taka svara fyrir sakirnar verður engu að síður dæmt í málinu. epa/Facundo Arrizabalaga Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira