Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 21:33 Steindi, Egill og Auðunn þáttastjórnendur hlaðvarpsins Blökastið og útvarpsþáttarins FM95BLÖ fóru yfir málin með Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra. Blökastið Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“ „Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“