Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 21:33 Steindi, Egill og Auðunn þáttastjórnendur hlaðvarpsins Blökastið og útvarpsþáttarins FM95BLÖ fóru yfir málin með Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra. Blökastið Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“ „Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
„Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira