Anníe Mist kom ekki bara heim með bronsið heldur líka fullt af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér með íslenska fánann á verðlaunapallinum á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fékk veglegt verðlaunafé fyrir frammistöðu sína á heimsleikunum í CrossFit á dögunum. Morning Chalk Up hefur tekið saman hvað íþróttafólkið hafði upp úr krafsinu peningalega. Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum. CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum.
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum