Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:04 Tónlistarmaðurinn Kanye West lætur ennþá bíða eftir sér, en biðin hefur skilað sér í einstakri markaðssetningu plötunnar. Getty/Kevin Mazur Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Sjá meira
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14