Leikur á frönsku í nýjum Netflix þáttum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Fransk-íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á morgun. Magali Bragard/Netflix Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári. Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira