Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 18:30 Mo Salah var bestur á vellinum í kvöld AP photo/Rui Vieira Salah lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Það var þó sennilega viðvera Hollendingsins Virgil Van Dijk sem gladdi stuðningsmenn Liverpool meira en flest annað en hann var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Liverpool var án vinstri bakvarðarins Andrew Robertson sem er frá vegna meiðsla. Þá var Fabinho á bekknum líka svo miðja liðsins var skipuð James Milner, Keita og Alex Oxlade-Chamberlain. hjá Norwich var Finninn fljúgandi, Teemu Pukki í fremstu víglínu. Fyrir leikinn hefðu kannski ekki margir haldið því fram að Norwich ættu mikla möguleika en það tók gestina frá Liverpoolborg 26 mínútur að ná forystunni. Trent Alexander-Arnold átti þá fasta sendingu í átt að teignum sem Salah stýrði á Diego Jota sem skoraði fínt mark framhjá Tim Krul í marki Kanarífuglanna. 0-1 í hálfleik. .What a photo #NORLIV pic.twitter.com/jIejG4Oru5— Liverpool FC (@LFC) August 14, 2021 Það var svo Roberto Firmino sem að tvöfaldaði forystu Bítlaborgarliðsins eftir sendingu frá Salah sem fékk boltann eftir að skot Sadio Mané var varið af varnarmanni. Þriðja mark leiksins og það síðasta kom svo tíu mínútum síðar þegar að Liverpool átti hornspyrnu. Boltinn barst til Salah sem var utarlega í teignum. Salah lagði boltann snyrtilega fyrir sig og skoraðu með föstu skoti í hornið framhjá þvögunni. Huggulegt mark og Liverpool að byrja þetta tímabil mjög vel. Mjög mikilvægt fyrir Liverpool að vinna leikinn og ekki síst að vinna á þennan hátt því að bæði Manchester United og Chelsea unnu stóra sigra í dag. Sterk byrjun stóru liðanna. Fótbolti Enski boltinn
Salah lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Það var þó sennilega viðvera Hollendingsins Virgil Van Dijk sem gladdi stuðningsmenn Liverpool meira en flest annað en hann var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Liverpool var án vinstri bakvarðarins Andrew Robertson sem er frá vegna meiðsla. Þá var Fabinho á bekknum líka svo miðja liðsins var skipuð James Milner, Keita og Alex Oxlade-Chamberlain. hjá Norwich var Finninn fljúgandi, Teemu Pukki í fremstu víglínu. Fyrir leikinn hefðu kannski ekki margir haldið því fram að Norwich ættu mikla möguleika en það tók gestina frá Liverpoolborg 26 mínútur að ná forystunni. Trent Alexander-Arnold átti þá fasta sendingu í átt að teignum sem Salah stýrði á Diego Jota sem skoraði fínt mark framhjá Tim Krul í marki Kanarífuglanna. 0-1 í hálfleik. .What a photo #NORLIV pic.twitter.com/jIejG4Oru5— Liverpool FC (@LFC) August 14, 2021 Það var svo Roberto Firmino sem að tvöfaldaði forystu Bítlaborgarliðsins eftir sendingu frá Salah sem fékk boltann eftir að skot Sadio Mané var varið af varnarmanni. Þriðja mark leiksins og það síðasta kom svo tíu mínútum síðar þegar að Liverpool átti hornspyrnu. Boltinn barst til Salah sem var utarlega í teignum. Salah lagði boltann snyrtilega fyrir sig og skoraðu með föstu skoti í hornið framhjá þvögunni. Huggulegt mark og Liverpool að byrja þetta tímabil mjög vel. Mjög mikilvægt fyrir Liverpool að vinna leikinn og ekki síst að vinna á þennan hátt því að bæði Manchester United og Chelsea unnu stóra sigra í dag. Sterk byrjun stóru liðanna.