Íslenski boltinn

Ég veit ekki með þetta rauða spjald

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jónatan Ingi sá rautt upp á Skaga.
Jónatan Ingi sá rautt upp á Skaga. Vísir/Hulda Margrét

Farið var yfir rauða spjaldið sem Jónatan Ingi Jónsson fékk í 0-1 tapi FH gegn ÍA í Mjólkurbikarmörkunum. FH-ingar voru manni færri síðasta hálftímann og tókst ekki að jafna metin. ÍA er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

„Ég trúi þessu ekki. Þessi drengur hefur aldrei gert flugu mein og var ekki að fara byrja á því núna,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, um spjaldið.

„Jónatan Ingi er frábær leikmaður, hann sýnir ótrúlegar hreyfingar þegar hann tekur menn á en ég hef oft saknað þess að hann væri ekki meiri dólgur og hroki í honum. Þess vegna á ég svo erfitt með að segja að ég trúi því að þetta sé viljaverk þannig séð,“ sagði Máni Pétursson, sérfræðingur þáttarins, um atvikið.

„Sérð þegar hann kemur upp úr þessu að olnboginn er uppi,“ bætti Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi við.

„Ég veit ekki með þetta rauða spjald, ég á mjög erfitt með það,“ sagði Máni einnig. Atvikið sem um er ræðir má sjá hér að neðan sem og umræðu um frammistöðu FH í leiknum og sumar í heild.

Klippa: Umræða um FH og rauða spjaldið

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×