Lífið

Sherlock-stjarnan Una Stubbs er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Una Stubbs árið 2013.
Una Stubbs árið 2013. Getty

Breska leikkonan Una Stubbs, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, er látin, 84 ára að aldri.

BBC segir frá því að Stubbs hafi slegið í gegn í kvikmyndinni Summer Holiday frá árinu 1963, sem skartaði Cliff Richard í aðalhlutverki, og svo í þáttunum Till Death Us Do Part á árunum 1965 til 1975.

Stubbs birtist einnig í sjónvarpsþáttum á borð við Worzel Gummidge, The Worst Witch og EastEnders.

Árið 2010 birtist hún svo í þáttunum Sherlock þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Sherlock Holmes. Fór Stubbs þar með hlutverk leigusala Holmes og Mr. Watsons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.