„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 12:24 Þórólfur segir að hann verði fljótur að bregðast við mögulegu neyðarkalli spítalans. Vísir/Vilhelm Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55