Það var Beatrice Person sem skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu fyrir Brøndby en Álaborgarakonur svöruðu fyrir sig á 44. mínútu og liðin stóðu á jöfnu í hálfleik.
Það var svo á 58. mínútu sem Barbára lét til sín taka. Hún átti þá góða stundusendingu inn fyrir vörnina þar sem Nanna Christiansen tók á móti boltanum, setti hann í markið og kom Brøndby aftur yfir.
90' SLUT! SEJR! Kampen slutter 1-2 og vi sikrer os tre vigtige point i Aalborg
— Brøndby IF Women (@Brondbywomen) August 14, 2021
Tak fordi i fulgte med. pic.twitter.com/eEZ2njKjDQ
Barbára var svo tekin útaf fljótlega eftir markið. Flott frammistaða hjá landsliðskonunni sem er á láni hjá Brøndby frá Selfossi.
Fleiri urðu svo mörkin ekki og fögnuðu Brøndby konur flottum sigri, þær hafa nú nælt í sex stig í fyrstu þremur leikjunum.