Albert lék í 80 mínútur fyrir AZ en náði ekki að skora. Honum tókst þó að næla sér í gult spjald fyrir harkalega tæklingu á 75. mínútu.
Það var Michiel Kramer sem skoraði sigurmark leiksins á 43. mínútu eftir sendingu frá Jurien gaari. Waalwijk endaði síðustu leiktíð á því að bjarga sér frá falli á markatölu og því verulega flottur sigur fyrir þá.
Tu, tu, du, du: !#rkcaz pic.twitter.com/vc3u1lYLuV
— RKC Waalwijk (@RKCWAALWIJK) August 14, 2021
Leikmenn AZ Alkmaar væntanlega mjög ósáttir enda sigurstranglegri í leiknum og sóttu mikið en allt kom fyrir ekki. AZ Alkmaar endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð á eftir risunum í Ajax og PSV Eindhoven