Haaland sökkti Eintracht Frankfurt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 19:27 Bestur á vellinum í dag. AP Photo/Martin Meissner Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik. Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira