Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2021 13:03 Varphænur verða ekki í búrum frá næstu áramótum en um 260 þúsund slíkar hænur eru í landinu. Vísir/Magnús Hlynur Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán. Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán.
Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira