Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2021 13:03 Varphænur verða ekki í búrum frá næstu áramótum en um 260 þúsund slíkar hænur eru í landinu. Vísir/Magnús Hlynur Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán. Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán.
Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira