Forsetinn farinn úr landi - afganska stjórnin riðar til falls Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 13:55 Ashraf Ghani er sitjandi forseti Afganistan. Wali Sabawoon/Getty Ashraf Ghani, sem hefur verið forseti Afganistan frá 2014, hefur samkvæmt afgönskum fjölmiðlum flúið land undan talíbönum, sem hafa komið sér fyrir í Kabúl. Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt. Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fréttir bárust af því í morgun að sveitir talíbana hefðu umkringt Kabúl og jafnvel hafið innreið sína í borgina úr öllum áttum. Þannig virtist stefna í átök um þetta síðasta og mikilvægasta vígi stjórnarhersins í Afganistan, en ekki kom til harðvítugra átaka. Fljótlega var nefnilega haft eftir heimildarmönnum innan afgönsku stjórnarinnar að allt yrði gert til að forðast átök um Kabúl og það virðist hafa falið í sér að yfirvöld afhentu meira og minna talíbönum stjórnartaumana. Innanríkisráðherra talaði þannig um friðsamleg valdaskipti. Samkvæmt Tolo News, einum stærsta fjölmiðli í Afganistan, eru valdaskiptin ekki friðsamlegri en svo að Ghani sá sæng sína upp reidda og flúði land. Í sömu frétt er haft eftir heimildarmönnum með tengingar við talíbana að Ghani ætli að segja af sér. SPIEGEL segir að Ghani sé á leið til Tadjíkistan. Á sama hátt segir BBC frá því að Amrullah Saleh varaforseti sé einnig flúinn og að þrýst sé á stjórnina að segja af sér. Afganir örvæntingafullir um að komast á brott úr Kabúl í gær. Ástandið þar er langt í frá öruggt, einkum fyrir þá sem hafa verið hliðhollir stjórninni undanfarin ár.Paula Bronstein/Getty Images Á meðal skilyrða fyrir valdaskiptunum eru að talíbanar leyfa fjölda fólks sem er að reyna að yfirgefa borgina að gera það óáreitt. Þar á meðal er fjöldi fulltrúa bandarískra stjórnvalda en verið er að ferja hóp þeirra með þyrlu af sendiráðsþakinu. Slík örþrifaráð minna marga óþægilega á endalok Víetnamstríðsins þegar Bandaríkjamenn töpuðu Saígon árið 1975 og eru margir minnugir háðungarinnar sem þau örvæntingarfullu málalok höfðu í för með sér. Í tilfelli Afganistan hefur atburðarásin alls ekki verið eins og bjartsýnustu Bandaríkjamenn sáu fyrir sér, að afganski herinn hefði í fullu tré við talíbanann, heldur hafa talíbanar, nú aðeins fjórum mánuðum eftir að Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að senn yrðu allir bandarískir hermenn horfnir af afganskri grundu, meira og minna tekið völdin í öllu landinu. Undanfarið hefur Biden varið ákvörðun sína í viðtölum við fjölmiðla og sagt að óháð framvindunni núna hafi legið fyrir að endalaus viðvera Bandaríkjamanna í Afganistan yrði ekki réttlætt.
Afganistan Tengdar fréttir Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56 Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Viðræður um valdaskipti í Kabúl - talíbanar taka völdin Talíbanar eru komnir til Kabúl, höfuðborgar Afganistan. BBC segir að talíbanar séu að mæta lítilli mótstöðu þar en ekki á að koma til blóðugra átaka. 15. ágúst 2021 07:56
Talíbanar ná síðasta vígi stjórnarinnar í norðurhluta Afganistan Talíbanar náðu í dag borginni Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistan á sitt vald. Borgin er sú fjórða stærsta í landinu. Talíbanar ráða nú ríkjum í stórum hluta landsins og nálgast höfuðborgina Kabúl óðfluga. 14. ágúst 2021 23:54