Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 11:05 Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni. Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Chantelle, sem er danskennari og skólastjóri sumarbúðanna, sendi á foreldra og forráðamenn í gærkvöldi. Þar segir hún leitt að tilkynna að tveir hafi greinst smitaðir. Búðirnar eru fyrir börn á aldrinum 10 til 20 ára. „Eins og fram hefur komið reyndum við okkar allra besta til þess að koma í veg fyrir smit, fórum eftir reglugerðum, takmörkuðum samskipti milli hópa og pössuðum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allt okkar starfsfólk sem og börnin voru hvött til þess að taka Covid-próf fyrir búðirnar, en eins og við vitum á þessum skrýtnu tímum þá geta óhöppin gerst og þrátt fyrir að neikvætt próf hafi verið til staðar við byrjun vikunnar komu í þetta skiptið einkennin í ljós síðar,“ segir Chantelle. Það séu skilaboð frá heilbrigðisráðuneytinu að allir nemendur og kennarar sem viðstaddir voru í síðustu viku þurfi að fara í sóttkví fram á laugardag. Von sé á frekari upplýsingum frá smitrakningarteyminu. „Við biðjum ykkur að beina spurningum varðandi sóttkví til þeirra,“ segir í bréfinu. Leiðinlegur endir á góðri viku „Okkur þykja þessar fréttir mjög sorglegar og leitt að þetta sé endirinn á svona góðri viku,“ segir Chantelle ennfremur í bréfinu. „Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábæran tíma á Laugarvatni. Þó þessar leiðinlegu fréttir hafi komið upp vonum við að börnin hafi náð að skemmta sér vel og náð að skapa góðar minningar. Við sendum batakveðjur á þá sem smitaðir eru og vonumst til að sjá bjartari tíma framundan,“ segir Chantelle. Nemendur gistu í Héraðsskólanum á Laugarvatni en einnig á Hostel Laugarvatni og í húsi Ungmennafélags Íslands. Uppfært 12:00: Chantelle Casey segir í samtali við Vísi að alls hafi 128 nemendur verið í sumarskólanum og tólf leiðbeinendur. Ekki hafi þó allir þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tveggja. Í morgun hafi hún frétt af þriðja smitinu úr hópi nemenda en hvort að fleiri hafi smitast eigi eftir að koma betur í ljós þegar líður á daginn. Hún segist að sjálfsögðu vonast til að þeir sem hafi smitist fái ekki alvarleg einkenni.
Bláskógabyggð Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira