Sögu B finnst að leyfa ætti strippstaði: „Losti selur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Frosti Logason skrifa 17. ágúst 2021 10:17 Tónlistarkonan Saga B hefur vakið mikla athygli. Ísland í dag Tónlistarkonan Saga B hefur komið eins og stormsveipur á svið íslenskrar tónlistar að undanförnu. Saga heitir réttu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir og er 28 ára einstæð móðir frá Reykjavík. Saga var í opinskáu viðtali í þættinum Ísland í dag. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Saga hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hún er í dag en hún byrjaði að vinna þrettán ára gömul og hefur síðan þá staðið í allskonar rekstri auk þess að hafa farið í nám í einkaþjálfun og bifvélavirkjun. Við settumst niður með Sögu og fengum hana til að segja okkur sögu sína og hvers vegna hún ákvað að læra bifvélavirkjun. Nítján ára í eigin rekstri „Þegar ég var yngri þá var ég alltaf fiktandi í öllu,“ segir Saga, sem hafði alltaf mikinn áhuga á tækni. Saga ákvað þó eftir bifvélavirkjanámið að sú grein væri ekki það sem hún vildi leggja fyrir sig í lífinu enda starfið bæði erfitt og skítugt þar sem mikið væri unnið með allskonar spilliefni. Hún ákvað því í staðin að fara út í sinn eigin rekstur. „Ég byrjaði fyrst í bisness þegar ég var nítján ára og flutti þá inn aðhaldsfatnað og þegar ég var 21 árs byrjaði ég með húðvörulínu, Saga Care.“ Sem fyrr segir er Saga einstæð móðir en hún á níu ára gamlan dreng sem hún segir að sé hennar besti vinur og félagi. Hún segir að heilt yfir gangi henni vel að vera ein með strákinn sinn en er samt þeirrar skoðunar að samfélagið þurfi að gera betur til að hlúa að fjölskyldufólki og einstæðum foreldrum. Klippa: Ísland í dag - Saga B varð fyrir einelti í grunnskóla Átti aldrei ný föt „Mér finnst heimili á Íslandi vera byggð þannig að það þurfi að vera tvær tekjuleiðir, tvær innkomur til að allt gangi upp,“ segir Saga meðal annars í viðtalinu. Saga segist ekki pæla mikið í pólitík og að hún hafi til að mynda aldrei kosið í alþingiskosningum en henni finnst þó að stjórnmálamenn þurfi að bretta upp ermarnar og gæta þess að allir Íslendingar búi við sömu tækifærin. „Ég ólst upp hjá einstæðri mömmu. Ég átti aldrei ný föt, var alltaf í gömlum fötum, ég gat aldrei verið í íþróttum,“ segir Saga. „Það var alltaf verið að gera grín að mér, kalla mig nöfnum og skilja mig út undan.“ Saga segir að það hafi óneitanlega haft mikil áhrif á sig að verða fyrir einelti í grunnskóla og að hún hafi því sem móðir lagt sérstaklega mikið á sig til að strákurinn hennar þurfi ekki að upplifa það sama og hún gerði. „Ég vil að honum líði eins og hann sé jafningi annarra.“ Ósátt með fyrstu viðbrögð Saga segir að þrátt fyrir allt sé hún ánægð sem sína barnæsku og uppeldisaðstæður því þær hafi kennt henni að með því að vera ákveðin og dugleg geti hún látið alla sína drauma rætast og það hafi ekki síst verið með því hugarfari sem hún hafi núna náð langt í tónlistinni. Lögin hennar hafa vakið mikla athygli enda ákvað Saga eftir ákveðna yfirlegu að vera nokkuð djörf í bæði myndböndum sínum og textum. Það segir hún að hafi skilað sér í auknu umtali. „Ég ætlaði aldrei út í dirty lyric og content,“ viðurkennir Saga í viðtalinu. Hún gaf fyrst út ástarpopplag en var ekki ánægð með viðbrögðin. „Það fékk fjögur þúsund spilanir fyrsta mánuðinn.“ Saga segir að það hafi verið gert grín að fyrstu lögunum og þá hafi hún ákveðið að prófa nýja leið, í anda tónlistarkvenna eins og Nicky Minaj. „Ég gaf út fjögurra laga EP sem að allir fóru að tala um, tala illa um.“ Hún bendir á að ef fólk tali illa um þig, þá fréttist það hraðar en hrós. Saga segir að hún geti gert væmna tónlist, reiða tónlist og grófa texta. Allt snúist þetta um tilfinningar. „Losti selur, það er bara þannig.“ Allir hafa hæfileika Nýjasta myndband Sögu er við lagið Bottle service. Þar vildi hún sýna fallegar stelpur sem þjóna strákum til borðs á svokölluðum kampavínsklúbb en það eru staðirnir sem stundum hafa verið nefndir arftakar gömlu strippstaðanna sem voru bannaðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Saga segir að með myndbandinu vilji hún undirstrika að konur sem starfa í slíkum störfum séu alveg jafn mikils virði og konur í öðrum starfsstéttum og að gagnrýni á störf þeirra sé bæði ómálefnaleg og ósanngjörn. „Þetta er þeirra, þetta er það sem þær hafa. Af hverju mega þær ekki skína þar? Það hafa allir einhverja hæfileika.“ Hundruð milljóna í ríkiskassann Hún telur að gagnrýni á konur sem starfi við þetta, tengist því að konur séu hræddar um mennina sína. „Þú ferð á bílasýningu, skoðar nokkra Ferrari og Bugatti og eitthvað, tekur myndir. Svo ert þú bara farinn heim að keyra þinn bíl, þú ert ekkert að fara að taka þetta með þér heim. Ég hugsa að ef þú ferð á kampavínsklúbb, þú ert bara að fara að njóta. Fallegar konur eru ekkert minna en bíll, þetta er bara sýningargripur og svo er það bara búið.“ Að hennar mati eiga konur að mega selja út á sinn kynþokka. Strippklúbbar ættu því ekki að vera bannaðir. „Pæliði í innkomunni sem við fengjum frá túristunum, ef þeir myndu koma hingað og kaupa nokkrar flöskur á strippstað. Pæliði í því að vera með þrjá geggjaða strippstaði og veltan væri kannski hundrað milljónir á mánuði, meira en hundrað milljónir. Hvað er það mikið í ríkiskassann? Hvað getum við gert mikið fyrir krakkana sem að eiga ekki fín föt og geta ekki stundað íþróttir fyrir það? Af hverju má ekki horfa á fleiri tekjuleiðir?“ Viðtalið í heild sinni má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Saga var í opinskáu viðtali í þættinum Ísland í dag. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Saga hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hún er í dag en hún byrjaði að vinna þrettán ára gömul og hefur síðan þá staðið í allskonar rekstri auk þess að hafa farið í nám í einkaþjálfun og bifvélavirkjun. Við settumst niður með Sögu og fengum hana til að segja okkur sögu sína og hvers vegna hún ákvað að læra bifvélavirkjun. Nítján ára í eigin rekstri „Þegar ég var yngri þá var ég alltaf fiktandi í öllu,“ segir Saga, sem hafði alltaf mikinn áhuga á tækni. Saga ákvað þó eftir bifvélavirkjanámið að sú grein væri ekki það sem hún vildi leggja fyrir sig í lífinu enda starfið bæði erfitt og skítugt þar sem mikið væri unnið með allskonar spilliefni. Hún ákvað því í staðin að fara út í sinn eigin rekstur. „Ég byrjaði fyrst í bisness þegar ég var nítján ára og flutti þá inn aðhaldsfatnað og þegar ég var 21 árs byrjaði ég með húðvörulínu, Saga Care.“ Sem fyrr segir er Saga einstæð móðir en hún á níu ára gamlan dreng sem hún segir að sé hennar besti vinur og félagi. Hún segir að heilt yfir gangi henni vel að vera ein með strákinn sinn en er samt þeirrar skoðunar að samfélagið þurfi að gera betur til að hlúa að fjölskyldufólki og einstæðum foreldrum. Klippa: Ísland í dag - Saga B varð fyrir einelti í grunnskóla Átti aldrei ný föt „Mér finnst heimili á Íslandi vera byggð þannig að það þurfi að vera tvær tekjuleiðir, tvær innkomur til að allt gangi upp,“ segir Saga meðal annars í viðtalinu. Saga segist ekki pæla mikið í pólitík og að hún hafi til að mynda aldrei kosið í alþingiskosningum en henni finnst þó að stjórnmálamenn þurfi að bretta upp ermarnar og gæta þess að allir Íslendingar búi við sömu tækifærin. „Ég ólst upp hjá einstæðri mömmu. Ég átti aldrei ný föt, var alltaf í gömlum fötum, ég gat aldrei verið í íþróttum,“ segir Saga. „Það var alltaf verið að gera grín að mér, kalla mig nöfnum og skilja mig út undan.“ Saga segir að það hafi óneitanlega haft mikil áhrif á sig að verða fyrir einelti í grunnskóla og að hún hafi því sem móðir lagt sérstaklega mikið á sig til að strákurinn hennar þurfi ekki að upplifa það sama og hún gerði. „Ég vil að honum líði eins og hann sé jafningi annarra.“ Ósátt með fyrstu viðbrögð Saga segir að þrátt fyrir allt sé hún ánægð sem sína barnæsku og uppeldisaðstæður því þær hafi kennt henni að með því að vera ákveðin og dugleg geti hún látið alla sína drauma rætast og það hafi ekki síst verið með því hugarfari sem hún hafi núna náð langt í tónlistinni. Lögin hennar hafa vakið mikla athygli enda ákvað Saga eftir ákveðna yfirlegu að vera nokkuð djörf í bæði myndböndum sínum og textum. Það segir hún að hafi skilað sér í auknu umtali. „Ég ætlaði aldrei út í dirty lyric og content,“ viðurkennir Saga í viðtalinu. Hún gaf fyrst út ástarpopplag en var ekki ánægð með viðbrögðin. „Það fékk fjögur þúsund spilanir fyrsta mánuðinn.“ Saga segir að það hafi verið gert grín að fyrstu lögunum og þá hafi hún ákveðið að prófa nýja leið, í anda tónlistarkvenna eins og Nicky Minaj. „Ég gaf út fjögurra laga EP sem að allir fóru að tala um, tala illa um.“ Hún bendir á að ef fólk tali illa um þig, þá fréttist það hraðar en hrós. Saga segir að hún geti gert væmna tónlist, reiða tónlist og grófa texta. Allt snúist þetta um tilfinningar. „Losti selur, það er bara þannig.“ Allir hafa hæfileika Nýjasta myndband Sögu er við lagið Bottle service. Þar vildi hún sýna fallegar stelpur sem þjóna strákum til borðs á svokölluðum kampavínsklúbb en það eru staðirnir sem stundum hafa verið nefndir arftakar gömlu strippstaðanna sem voru bannaðir á Íslandi fyrir nokkrum árum. Saga segir að með myndbandinu vilji hún undirstrika að konur sem starfa í slíkum störfum séu alveg jafn mikils virði og konur í öðrum starfsstéttum og að gagnrýni á störf þeirra sé bæði ómálefnaleg og ósanngjörn. „Þetta er þeirra, þetta er það sem þær hafa. Af hverju mega þær ekki skína þar? Það hafa allir einhverja hæfileika.“ Hundruð milljóna í ríkiskassann Hún telur að gagnrýni á konur sem starfi við þetta, tengist því að konur séu hræddar um mennina sína. „Þú ferð á bílasýningu, skoðar nokkra Ferrari og Bugatti og eitthvað, tekur myndir. Svo ert þú bara farinn heim að keyra þinn bíl, þú ert ekkert að fara að taka þetta með þér heim. Ég hugsa að ef þú ferð á kampavínsklúbb, þú ert bara að fara að njóta. Fallegar konur eru ekkert minna en bíll, þetta er bara sýningargripur og svo er það bara búið.“ Að hennar mati eiga konur að mega selja út á sinn kynþokka. Strippklúbbar ættu því ekki að vera bannaðir. „Pæliði í innkomunni sem við fengjum frá túristunum, ef þeir myndu koma hingað og kaupa nokkrar flöskur á strippstað. Pæliði í því að vera með þrjá geggjaða strippstaði og veltan væri kannski hundrað milljónir á mánuði, meira en hundrað milljónir. Hvað er það mikið í ríkiskassann? Hvað getum við gert mikið fyrir krakkana sem að eiga ekki fín föt og geta ekki stundað íþróttir fyrir það? Af hverju má ekki horfa á fleiri tekjuleiðir?“ Viðtalið í heild sinni má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira