Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 10:18 Malala Yousafzai var aðeins fimmtán ára gömul þegar talibanar skutu hana fyrir að berjast fyrir réttindum stúlkna til náms í Pakistan. Vísir/EPA Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug. Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels. Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þúsundir Afgana hafa reynt að forða sér úr landi eftir að íslömsku öfgamennirnir sem stýrðu landinu með harðri hendi til 2001 hófu skyndisókn sem unnu hverja borgina á fætur annarri í síðustu viku. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl í gær þegar þúsundir manna reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Malala Yousafzai fékk að kenna á grimmd talibana þegar vopnaðir liðsmenn samtakanna í heimalandi hennar Pakistan skutu hana í höfuðið vegna þess að hún barðist fyrir réttindum stúlkna til að mennta sig árið 2012. Hún var þá fimmtán ára gömul. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Malala myndirnar sem berast nú frá Afganistan sláandi. Fólk reynir hvað það geti til að flýja og tryggja öryggi sitt. Alvarlegt mannúðarástand sé þegar til staðar í landinu. Öll ríki heims hafi nú hlutverk og beri ábyrgð á ástandinu. „Lönd verða að opna landamæri sín fyrir afgönsku flóttafólki, fólki sem hefur hrakist frá heimilu sínum,“ segir Malala sem hefur þegar sent Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, bréf þar sem hún biðlar til hans að leyfa Afgönum að koma til landsins og tryggja að stúlkur fái að mennta sig. Talibanar voru alræmdir fyrir að troða á réttindum kvenna í fyrri stjórnartíð sinni. „Við getum ekki horft upp á land fara áratugi og aldur aftur í tímann. Við verðum að ganga ákveðið fram til að verja konur og stúlkur, minnihlutahópa og frið og stöðugleika í þessum heimshluta,“ segir Malala sem er yngsta manneskja sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Afganistan Flóttamenn Pakistan Tengdar fréttir Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07 Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53
Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. 17. ágúst 2021 09:07
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. 16. ágúst 2021 23:31