Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Tæplega fjögur hundruð nemendur eru í Giljaskóla sem er fyrir nemendur í íbúðabyggðinni í Giljahverfi. Giljaskóli Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“ Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Heiðar ræddi kúrsinn í Bítinu á Bylgjunni. Hann segir að um hafi verið að ræða framhaldskúrs af námskeiðinu Fávitar sem hann bauð upp á í vetur. Hann segir hugmyndina hafa kviknað í kjölfar #metoo. „Ég sá yngri krakka sem voru ekkert að fylgjast með metoo og höguðu sér eins og ekkert svoleiðis væri í gangi,“ segir Heiðar. Hann hafði áhyggjur að framfaraskrefin með bylgjunni myndu gleymast með nýrri kynslóð og ákvað að búa til námskeið. Sótti innblástur til Sólborgar „Ég kenndi kúrs sem ég skýrði Fávitar. Hann var vel sóttur og gekk vel,“ segir Heiðar. Raunar hafi kúrsinn gengið frábærlega og tímarnir verið mjög góðir. Hann dáðist að því sem Sólborg Guðbrandsdóttir var að gera með Instagram-reikninginn Fávitar og mótaði námskeiðið út frá því. „Ég held ég hafi fengið krakka [á námskeiðið] sem vissu meira en meðalkrakkinn og voru alveg sterk, en ekki viss um að það sem þau vissu væri rétt.“ Þannig hafi stúlknahópurinn talið sig vita ýmislegt er varðaði kynlíf og samskipti kynjanna en viljað fá fulla vissu. Til dæmis um það að þær væru í fullum rétti til að neita strákum fram í rauðan dauðann um hluti sem þeim liði ekki vel með, þótt strákurinn væri kærasti. Gróft kynlíf væri til að mynda eitthvað sem alls ekki allir stunduðu. „Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan ramma. Ef fólk finnur hann ekki þá þarf að meta hvort þau eigi samleið yfir höfuð,“ segir Heiðar. Átti að fara um víðan völl Áfanginn hafi gengið svo vel að hann hafi strax farið að skipuleggja framhaldið fyrir komandi vetur. Þar hafi átt að snerta á mörgum hlutum. Getnaðarvörnum, blæðingum, kynsjúkdómum, daðri, brjóstum, hjálpartækjum, typpum, píkum, fyrstu kynlífsreynslu, fullnægingum, sleipiefnum, lögum um kynferðisofbeldi, hótanir, hvar frekari upplýsingar mætti vinna og fleira í þeim dúrnum. Nemendurnir í fyrra hafi svo kosið um nafn á framhaldskúrsinn. Rúnk og réttindi varð niðurstaðan. En ekkert verður af kúrsinum. Heiðar segist hafa heyrt efasemdaraddir en stærstu mistökin hans hafi verið að breyta áfangalýsingunni, sem byggðist á upptalningunni hér að ofan. „Nú var hún að nemendur mættu leggja inn óskir um áhersluatriði sem tengjast líkömunum, kynjunum, kynfærunum, kynlífinu, samskiptum kynjanna og allt sem hægt er að tengja við þar.“ Markmiðið væri að nemendur nytu kynlífs og kæmu fram við aðra af virðingu. Graðir gaurar dæli út skilaboðum Heiðar er um fertugt en telur unglinga í dag hafa svipaða sýn á kynlíf og hann sjálfur fyrir 25 árum eða svo. Stærsti munurinn sé aðgengi að samskiptamiðlum. „Þau eru að glíma við allt það sama plús það. Það er rosalega stór pakki sem er kominn inn í lífið þeirra. Nú er búið að henda yfir þau öllu sem klám býður upp á, miklu meira magni en var. Svo eru líka bara graðir gaurar sem eru að senda tugum stelpna áreitni á hverju kvöldi. Annaðhvort snyrtilega viðreynslu eða eitthvað gróft,“ segir Heiðar. Hann upplifi sem stúlkur hafi þarft sannfæringuna um að rétt væri að standa í lappirnar. Stúlka væri ekki tepra þótt hún væri ekki að bregðast við þessu áreiti. Ekki nægur áhugi Vala Björk Stefánsdóttir, deildarstjóri eldra stigs/staðgengill skólastjóra, segir ástæðuna fyrir því að námskeiðið var fellt niður einfaldlega þá að næg þátttaka náðist ekki. Nemendur hafi valið önnur námskeið. Hún hafi ekki heyrt neinar óánægjuraddir. Margar valgreinar séu í boði og þessi kúrs alls ekki sá eini þar sem þátttaka náðist ekki. „Það er mjög mismunandi frá ári til árs hvaða áfangar eru vinsælir.“
Akureyri Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira