Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. egill aðalsteins Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira