Viðskipti innlent

Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjóvá hagnaðist um rúmlega fimm milljarða.
Sjóvá hagnaðist um rúmlega fimm milljarða. Vísir/Hanna

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert.

Í tilkynningu til kauphallar segir að hagnaður af vátryggingastarfsemi hafi verið 1,1 milljarður fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi var hins vegar 4,4 milljarðar á sama tímabili.

Rekstur félagsins hefur því gengið vel það sem af er ári, og töluvert betur en á síðasta ári þegar hagnaður félagsins á sama tímabili nam tæplega 1,1 milljarði.

Haft er eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að hagnaðinn á fyrstu sex mánuðum ársins sé að stórum hluta tilkominn vegna góðrar ávöxtunar á eignasafni félagsins, sem nam tíu prósentum á tímabilinu.

„Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur aukist umtalsvert í ljósi góðrar rekstrarafkomu auk þess sem varfærnihefur verið gætt við ákvörðun arðs,“ er haft eftir Hermanni í tilkynningunni þar sem jafn framt kemur fram að óskað hafi verið eftir heimild frá Seðlabanka Íslands til þess að lækka hlutafé félagsins um 2,5 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×