Lögregla býr sig undir átök Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:45 Logi tekst hér á við erfiðar aðstæður, sem leiddu til þess að hann þurfti að taka upp táragasið. Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. „Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi. Lögreglan Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi.
Lögreglan Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira