Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 09:41 R. Kelly er meðal annars ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira