Án mótmæla verða engar breytingar Bryndís Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:00 Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun