Íslenski boltinn

Fékk bara gult spjald þrátt fyrir að slá til andstæðings í Pepsi Max deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liana Hinds missti stjórn á sér undir lok leiks í Eyjum í gær en slapp með skrekkinn.
Liana Hinds missti stjórn á sér undir lok leiks í Eyjum í gær en slapp með skrekkinn. Vísir/Samsett&Bára

Eyjakonan Liana Hinds hafði heldur betur heppnina með sér í gær þegar hún fékk að klára leik ÍBV og Keflavíkur í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar kvenna í gær.

Dómari leiksins ákvað bara að gefa henni gult spjald þrátt fyrir að Hinds virtist hreinlega slá Keflvíkinginn Arndísi Snjólaugu Ingvarsdóttur í andlitið þegar boltinn var úr leik.

Atvikið varð á 84. mínútu leiksins og má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sló andstæðing sinn í Pepsi Max deild kvenna

ÍBV lenti 2-0 undir í leiknum og voru síðan manni færri frá 68. mínútu eftir að markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Eyjakonur voru orðnar mjög pirraðar undir lok leiksins og það sést vel á framkomu Hinds.

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir sótti þá að henni og kom boltanum í innkast. Hinds snéri sér þá við og setti olnbogann í andlit Arndísar. Boltinn var löngu kominn út af vellinum og Hinds í fullu jafnvægi.

Óli Njáll Ingólfsson, dómari leiksins, gaf henni bara gult spjald fyrir þetta brot sem og dæmi nú hver fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×