Lífið

Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn

Árni Sæberg skrifar
Klara Sif Magnúsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem framleiða erótískt efni á síðunni OnlyFans.
Klara Sif Magnúsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem framleiða erótískt efni á síðunni OnlyFans. Stöð 2

Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna.

Næsttekjuhæsti áhrifavaldur ársins 2020 er Birgitta Líf Björnsdóttir með mánaðartekjur upp á tæpa eina milljón króna. Birgitta er markaðsstjóri World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og stafa allar tekjur hennar þannig ekki af áhrifavaldi hennar.

Í þriðja sæti er Eva Ruza Miljevic með rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Eva Ruza er virk á samfélagsmiðlinum Snapchat auk þess að færa fólki fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi á K100.

Í fjórða sæti er Linda Benediktsdóttir með 800 þúsund krónur í mánaðartekjur. Linda heldur úti vefsíðunni lindaben.is og segist starfa sem áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti.

TikTok-stjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, er í fimmta sæti listans með 730 þúsund krónur í mánaðartekjur. Lil Curly er með yfir 780 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Klara Sif ekki eina Onlyfans-stjarnan á listanum

Athygli vekur hversu margar Onlyfans-stjörnur eru á lista Tekjublaðsins í ár. Engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Klara Sif hefur hælana hvað varðar tekjur. 

Næsttekjuhæsta Onlyfans-stjarnan er Birta Rós Blanco sem þénaði 291 þúsund krónur á mánuði í fyrra.

Aðrir ríða ekki jafnfeitum hesti en tekjulægsta Onlyfans-stjarnan á listanum er Stefán Octavian Bjarnason með 21 þúsund krónur á mánuði.

Tíu tekjuhæstu áhrifavaldar ársins 2020: 

  1. Klara Sif Magnúsdóttir, Onlyfans-stjarna 1.098 þúsund
  2. Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og veitingamaður 971 þúsund
  3. Eva Ruza Miljevic, snappari og fjölmiðlakona 920 þúsund
  4. Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti 802 þúsund
  5. Arnar Gauti Arnarsson, TikTok-stjarna 729 þúsund
  6. Sólveig V Sveinbjörnsdóttir, snappari 721 þúsund
  7. Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, rithöfundur 525 þúsund
  8. Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, TikTok-stjarna 506 þúsund
  9. Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdarstjóri og snappari 498 þúsund
  10. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, snappari 446 þúsund

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020.

Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.


Tengdar fréttir

On­lyFans ekki „easy mon­ey heldur vinna“

Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni.

Tekjur Ís­lendinga: Tekjur for­stjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.