Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 09:20 Slasað fólk í biðröð eftir röntgenmyndatöku á sjúkrahúsinu í Les Cayes. Mikill skortur er á lækningatækjum á hamfarasvæðinu. AP/Fernando Llano Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. Að minnsta kosti 2.189 manns eru nú látnir eftir jarðskjálfta upp á 7,2 sem reið yfir Haítí á laugardag. Fleiri en tólf þúsund manns til viðbótar eru slasaðir. Leitarflokkar héldu áfram að draga lík úr rústum bygginga og slasaða íbúa á afskekktum svæðum dreif að í borginni Les Cayes á hamfarasvæðinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna eiga í engin hús að venda en hægt hefur gengið að koma neyðaraðstoð til þeirra. Ariel Henry, forsætisráðherra, hét því að endurtaka ekki mistök fortíðarinnar með óstjórn og skipulagsleysi í neyðaraðstoð. Vísaði hann þar til axarskafta í viðbrögðum stjórnvalda við jarðskjálftanum mikla árið 2010 en þau voru sökuð um að koma ekki allri þeirri aðstoð sem barst til nauðstaddra. Engu að síður afþakkaði stjórnin aðstoð hundruð sjálfboðaliða Project Medishare, erlendra hjálparsamtaka sem hafa starfað á Haítí um áratugaskeið, að sögn Barth Green, forseta og stofnanda samtakanna. Hann segist skynja að stjórnvöld séu vör um sig eftir slæma reynslu af utanaðkomandi aðstoð í fyrri hörmungum. Þrátt fyrir það ætli samtök hans að hjálpa ásamt fleiri samtökum. „Spítalarnir eru allir skemmdir og hrundir, skurðstofur eru ekki starfhæfar en ef þú setur upp tjöld þá er fellibyljatímabilið og þau geta fokið út í veður og vind,“ segir Green sem vonast til þess að Bandaríkjaher komi upp bráðabirgðaspítala á svæðinu. Drengur sem slasaðist í jarðskjálftanum á laugardag situr á sjúkrarúmi á sjúkrahúsi í Jeremie á Haítí.AP/Matias Delacroix Dreifðu mannfjölda við flugvöllinn þegar hjálpargögn bárust Vaxandi örvænting ríkir á meðal nauðstaddra á hamfarasvæðinu vegna þess hve hægt gengur að fá neyðargögn og aðstoð þangað. Fyrsta sendingin með hrísgrjón og matarpoka í tjaldbúðir í borginni Les Cayes hrökk ekki til að fæða hundruð manna sem hafa hafst þar við í fimm daga. Hópur fólks safnaðist saman við flugvöllinn í Les Cayes þegar flugvél með hjálpargögn lenti þar. Lögreglumenn skutu viðvörunarskotum til þess að dreifa hópi ungra karlmanna þegar vélin var affermd. Einhverjir þeirra heimilislausu í borginni kröfðust þess að fá segldúka til að geta komið sér upp tímabundnu skýli við rústir bygginga. Lík finnast enn í rústum húsa. Óeining ríkir um hvort að halda eigi áfram að leita að líkum eða byrja að hreinsa upp brakið.AP/Joseph Odelyn „Á að láta okkur deyja?“ Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC segja að ástandið sé enn verra í fjallaþorpum sem jarðskjálftinn skók. Í bænum Marceline norður af Les Cayes hrundu nær allar byggingar, þar á meðal heilsugæslustöð, skóli, tvær kirkjur og vúdúfélagsmiðstöð. Íbúar í Marceline hafa þurft að bjarga sér sjálfir. Ríkisstjórnin, hjálparstofnanir og alþjóðasamfélagið hafa heitið hjálp en ekkert bólar á henni ennþá. „Þarf ég að öskra til að ná athygli stjórnvalda eða á að láta okkur deyja?“ segir Margaret Maurice sem komst lífs af með átta börnum sínum þegar hús þeirra hrundi. Hún segist hafa séð vörubíla með hjálpargögn keyra fram hjá en sjálf sé hún að verða uppiskroppa með mat og vatn. Þrátt fyrir það voru ekki allir jafnheppnir og Maurice í Marceline. Marie Rose missti fimmtán ára gamlan son sinn þegar steypuklumpar og grjót féll á hann í jarðskjálftanum. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er með bolinn hans vafðan um mitti mitt til þess að gefa mér styrk,“ segir hún við BBC. Pólitísk upplausn hefur ríkt á Haítí en forseti landsins var myrtur í júlí. Nú óttast fólk að fleiri kunni að láta lífið eftir jarðskjálftann vegna skorts á hjálpargögnum sem ríkisstjórnin er ekki fær um að útvega litlum þorpum eins og Marceline. Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Gríðarleg eyðilegging á Haítí Að minnsta kosti sjö látnir. 5. október 2016 08:55 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Að minnsta kosti 2.189 manns eru nú látnir eftir jarðskjálfta upp á 7,2 sem reið yfir Haítí á laugardag. Fleiri en tólf þúsund manns til viðbótar eru slasaðir. Leitarflokkar héldu áfram að draga lík úr rústum bygginga og slasaða íbúa á afskekktum svæðum dreif að í borginni Les Cayes á hamfarasvæðinu í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna eiga í engin hús að venda en hægt hefur gengið að koma neyðaraðstoð til þeirra. Ariel Henry, forsætisráðherra, hét því að endurtaka ekki mistök fortíðarinnar með óstjórn og skipulagsleysi í neyðaraðstoð. Vísaði hann þar til axarskafta í viðbrögðum stjórnvalda við jarðskjálftanum mikla árið 2010 en þau voru sökuð um að koma ekki allri þeirri aðstoð sem barst til nauðstaddra. Engu að síður afþakkaði stjórnin aðstoð hundruð sjálfboðaliða Project Medishare, erlendra hjálparsamtaka sem hafa starfað á Haítí um áratugaskeið, að sögn Barth Green, forseta og stofnanda samtakanna. Hann segist skynja að stjórnvöld séu vör um sig eftir slæma reynslu af utanaðkomandi aðstoð í fyrri hörmungum. Þrátt fyrir það ætli samtök hans að hjálpa ásamt fleiri samtökum. „Spítalarnir eru allir skemmdir og hrundir, skurðstofur eru ekki starfhæfar en ef þú setur upp tjöld þá er fellibyljatímabilið og þau geta fokið út í veður og vind,“ segir Green sem vonast til þess að Bandaríkjaher komi upp bráðabirgðaspítala á svæðinu. Drengur sem slasaðist í jarðskjálftanum á laugardag situr á sjúkrarúmi á sjúkrahúsi í Jeremie á Haítí.AP/Matias Delacroix Dreifðu mannfjölda við flugvöllinn þegar hjálpargögn bárust Vaxandi örvænting ríkir á meðal nauðstaddra á hamfarasvæðinu vegna þess hve hægt gengur að fá neyðargögn og aðstoð þangað. Fyrsta sendingin með hrísgrjón og matarpoka í tjaldbúðir í borginni Les Cayes hrökk ekki til að fæða hundruð manna sem hafa hafst þar við í fimm daga. Hópur fólks safnaðist saman við flugvöllinn í Les Cayes þegar flugvél með hjálpargögn lenti þar. Lögreglumenn skutu viðvörunarskotum til þess að dreifa hópi ungra karlmanna þegar vélin var affermd. Einhverjir þeirra heimilislausu í borginni kröfðust þess að fá segldúka til að geta komið sér upp tímabundnu skýli við rústir bygginga. Lík finnast enn í rústum húsa. Óeining ríkir um hvort að halda eigi áfram að leita að líkum eða byrja að hreinsa upp brakið.AP/Joseph Odelyn „Á að láta okkur deyja?“ Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC segja að ástandið sé enn verra í fjallaþorpum sem jarðskjálftinn skók. Í bænum Marceline norður af Les Cayes hrundu nær allar byggingar, þar á meðal heilsugæslustöð, skóli, tvær kirkjur og vúdúfélagsmiðstöð. Íbúar í Marceline hafa þurft að bjarga sér sjálfir. Ríkisstjórnin, hjálparstofnanir og alþjóðasamfélagið hafa heitið hjálp en ekkert bólar á henni ennþá. „Þarf ég að öskra til að ná athygli stjórnvalda eða á að láta okkur deyja?“ segir Margaret Maurice sem komst lífs af með átta börnum sínum þegar hús þeirra hrundi. Hún segist hafa séð vörubíla með hjálpargögn keyra fram hjá en sjálf sé hún að verða uppiskroppa með mat og vatn. Þrátt fyrir það voru ekki allir jafnheppnir og Maurice í Marceline. Marie Rose missti fimmtán ára gamlan son sinn þegar steypuklumpar og grjót féll á hann í jarðskjálftanum. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er með bolinn hans vafðan um mitti mitt til þess að gefa mér styrk,“ segir hún við BBC. Pólitísk upplausn hefur ríkt á Haítí en forseti landsins var myrtur í júlí. Nú óttast fólk að fleiri kunni að láta lífið eftir jarðskjálftann vegna skorts á hjálpargögnum sem ríkisstjórnin er ekki fær um að útvega litlum þorpum eins og Marceline.
Haítí Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Gríðarleg eyðilegging á Haítí Að minnsta kosti sjö látnir. 5. október 2016 08:55 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. 17. ágúst 2021 06:34
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47