Völdin heim í hérað Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 19. ágúst 2021 11:30 Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eitt þarf ekki að útiloka annað. Ýmsir félagar mínir innan Pírata hafa að undanförnu vakið máls á því óréttlæti sem felst í ójöfnu atkvæðavægi milli kjördæma. Þá hafa þingmenn flokksins sjálfir lagt fram þingmál til að jafna leikinn. Á sama tíma og Píratar berjast gegn þessu óréttlæti vinna þeir jafnframt að því að efla landsbyggðina, með því að styrkja sveitarstjórnarstigið og færa meiri völd heim í hérað, nær fólkinu. Eitt þarf nefnilega ekki að útiloka annað. Við getum hæglega jafnað atkvæðavægi og aukið sjálfsákvörðunarvald sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er reyndar grundvallaratriði hjá Pírötum. Sjötta grein sjálfrar grunnstefnunnar, sem allar aðrar stefnur Pírata skulu byggja á, er eftirfarandi: 6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur 6.1. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. 6.2. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. 6.3. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Málefni sem varða fólk beint eru vitanlega af ýmsum toga, en þar undir falla ekki síst þær ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks á hverjum stað fyrir sig. Það er mikilvægt að þau stjórnsýslustig sem þar koma að hafi bæði vald og fjármagn til þess að taka ákvarðanir og framkvæma. Aukin völd og fleiri tekjustofnar Í kosningastefnu Pírata sem samþykkt var af hreyfingunni nýverið er fjallað sérstaklega um byggðir og valdeflingu nærsamfélaga. Þar kemur m.a. fram að skatttekjur sem myndast vegna seldrar vöru og þjónustu eigi að efla samfélagið sem skapaði þær. Þannig skulu skattar á borð við gistináttagjald, fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt renna til sveitarfélaganna. Þá trúa Píratar því að fólk sem býr á hverju svæði fyrir sig viti, öðrum fremur, hvað sé svæðinu fyrir bestu. Þess vegna er stefna Pírata alveg skýr: Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum og íbúum þeirra gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Það er hins vegar ekki nóg að styrkja sveitarstjórnarstigið eitt og sér til að uppfylla grunnstefnu Pírata. Það er einnig lykilatriði að efla beint lýðræði og gagnsæja stjórnsýslu. Hið síðarnefnda má telja forsendu hins fyrrnefnda, þar sem fólk verður að geta fylgst með hvað sé að gerast í stjórnsýslunni. Samspil Alþingis og sveitarfélaga Þar gegnir Alþingi lykilhlutverki, því sveitarstjórnarlögin eins og þau standa í dag ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Þar segir að 10% íbúa þurfi til að fara fram á borgarafund og 20% til að knýja fram íbúakosningu. Þá eru íbúakosningunni sett ýmis skilyrði og sveitarstjórn heimilt að virða hana að vettugi. Það gerði bæjarstjórn Reykjanesbæjar einmitt þegar knúin var fram íbúakosning um kísilver þar í bæ. Í stefnu Pírata um stjórnsýslu á sveitastjórnarstigi er sérstaklega kveðið á um að þessu skuli breytt þannig að sveitarfélögum sé heimilt að lækka þessi lágmörk og íbúum gert kleift að fresta umdeildum stjórnvaldsákvörðunum sveitarfélags í framkvæmd og vísa þeim í bindandi íbúakosningu. Þar er einnig fjallað um að íbúar geti kosið framkvæmdastjóra sveitarfélags með beinum hætti. Stjórnsýslustigin þurfa nefnilega að vinna saman, í þjónustu þjóðarinnar allrar. Því er erfitt að halda fram byggðasjónarmiðum sem rökum gegn því að jafna atkvæðavægi í landinu. Löggjafinn og framkvæmdavaldið eiga nefnilega fyrst og fremst að sjá um málefni sem snerta íbúa landsins jafnt, málefni nærumhverfis á að leysa heima í héraði. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun