Næsttekjuhæsti embættismaðurinn er Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en hann hafði rúmar fjórar milljónir á mánuði í tekjur. Magnús tók við starfi hafnarstjóra um mitt ár 2020 en hafði þar áður verið forstjóri Fjarðaráls.

Þriðja sæti listans vermir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann þénaði um 3,7 milljónir á mánuði í fyrra. 2020 var ellefta ár Harðar í forstjórastólnum.
Í fjórða sæti er Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia með þrjár milljónir á mánuði. Sveinbjörn var ráðinn forstjóri árið 2019 en hafði verið fjármálastjóri fyrirtækisins þar áður.

Sá eini í efstu fimm sætum listans sem ekki er yfir sinni stofnun er Tómas Örn Kristinsson, sérfræðingur hjá Ríkissáttasemjara. Tómas var ráðinn til Ríkissáttasemjara í apríl 2020 eftir tveggja áratuga starf hjá Seðlabankanum.
Topp tíu listann má sjá að neðan en þar má aðeins finna eina konu. Á topp tíu listanum yfir forstjóra fyrirtækja í einkageiranum er engin kona.
Tíu tekjuhæstu embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja árið 2020
- Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 6.100
- Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna 4.112
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 3.730
- Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia 3.052
- Tómas Örn Kristinsson, sérfræðingur hjá Ríkissáttasemjara 2.876
- Sigurður Erlingsson, sparisjóðsstóri sparisjóðs Suður Þingeyinga 2.715
- Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri 2.702
- Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala 2.608
- Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis 2.585
- Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands 2.582
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020.
Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.