Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að starfsemi Norðuráls verði skert um nokkurt skeið. Vísir/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Norðuráls eftir að upp kom bilun í búnaði. Tveir þriðju framleiðslunnar liggja niðri en óljóst er hve langan tíma mun taka að laga búnaðinn. Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins segir málið grafalvarlegt. „Aðalmálið er að reyna að fanga það hversu langan tíma tekur að gera við þetta og það er eitthvað sem fyrirtækið þarf að svara. Ég hef verið að kalla eftir upplýsingum um það en það er erfitt að svara því,“ segir Vilhjálmur. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að fara að setja verksmiðjuna af stað á næstu dögum eða næstu vikum.“ Skynjar kvíða og ótta Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli segir í samtali við fréttastofu að allir stjórnendur sitji á fundum til að reyna að leysa málið. Fyrirtækið gæti ekki tjáð sig fyrr en í fyrsta lagi eftir hádegi en fyrir liggur að flytja þarf búnað til landsins að utan til að koma framleiðslu aftur af stað. „Ég skynja alveg ótta og kvíða meðal starfsmanna. Allir sem þekkja til reksturs álvera vita hvað það þýðir þegar búið er að slökkva á kerjum,“ segir Vilhjálmur. Stóriðjan á Grundartanga skapar um 150 milljarða króna í útflutningstekjur á ári, sem eru um átta prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Grundartangasvæðið er lífæð okkar Akurnesinga og þegar sú æð stíflast þá hefur það veruleg áhrif,“ segir Vilhjálmur. „Þetta snertir svo sannarlega okkur Akurnesinga en þetta snertir líka þjóðarbúið í heild sinni þegar svona skellur dynur á.“ Annar stóri skellurinn á rúmum sólarhring Greint var frá því í fyrradag að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna í fimmtíu til sextíu daga þó forstjóri Elkem á Íslandi vonar að ekki komi til þess. Engum verður sagt upp hjá félaginu. Vilhjálmur segir þetta uggvænlegt fyrir íslenskan vinnumarkað. „Ég held að hafi einhvern tíma verið þörf fyrir stjórnvöld að rýna í stöðuna og reyna að átta sig á því hvað er að gerast í íslensku samfélagi held ég að það sé núna. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að öll samfélög byggjast upp á gjaldeyrisskapandi verðmætasköpun,“ segir Vilhjálmur. „Það er þannig sem við náum að halda úti okkar velferðarkerfi. Ef það verða hnökrar á slíku mun það bitna á þjóðarbúinu í heild sinni. Þetta er alvarlegur hlutur. Við skulum vona það besta en maður þarf að búa sig undir það versta.“ Víðtæk áhrif Eimskipafélagið sendi tilkynningu til Kauphallar í morgun þar sem fram kemur að bilunin í Norðuráli sé rekstraráfall sem hafa muni neikvæð áhrif á Eimskip. Norðurál sé einn stærsti viðskiptavinur félagsins. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á fjölmörg fyrirtæki. Þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því hvað við erum að tala um langt tímabil,“ segir Vilhjámur. „Við Akurnesingar erum búnir að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar í okkar atvinnumálum á liðnum árum og þetta er ekki það sem við og nærsveitir þurfum á að halda.“ Akranes Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins segir málið grafalvarlegt. „Aðalmálið er að reyna að fanga það hversu langan tíma tekur að gera við þetta og það er eitthvað sem fyrirtækið þarf að svara. Ég hef verið að kalla eftir upplýsingum um það en það er erfitt að svara því,“ segir Vilhjálmur. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að fara að setja verksmiðjuna af stað á næstu dögum eða næstu vikum.“ Skynjar kvíða og ótta Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli segir í samtali við fréttastofu að allir stjórnendur sitji á fundum til að reyna að leysa málið. Fyrirtækið gæti ekki tjáð sig fyrr en í fyrsta lagi eftir hádegi en fyrir liggur að flytja þarf búnað til landsins að utan til að koma framleiðslu aftur af stað. „Ég skynja alveg ótta og kvíða meðal starfsmanna. Allir sem þekkja til reksturs álvera vita hvað það þýðir þegar búið er að slökkva á kerjum,“ segir Vilhjálmur. Stóriðjan á Grundartanga skapar um 150 milljarða króna í útflutningstekjur á ári, sem eru um átta prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Grundartangasvæðið er lífæð okkar Akurnesinga og þegar sú æð stíflast þá hefur það veruleg áhrif,“ segir Vilhjálmur. „Þetta snertir svo sannarlega okkur Akurnesinga en þetta snertir líka þjóðarbúið í heild sinni þegar svona skellur dynur á.“ Annar stóri skellurinn á rúmum sólarhring Greint var frá því í fyrradag að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna í fimmtíu til sextíu daga þó forstjóri Elkem á Íslandi vonar að ekki komi til þess. Engum verður sagt upp hjá félaginu. Vilhjálmur segir þetta uggvænlegt fyrir íslenskan vinnumarkað. „Ég held að hafi einhvern tíma verið þörf fyrir stjórnvöld að rýna í stöðuna og reyna að átta sig á því hvað er að gerast í íslensku samfélagi held ég að það sé núna. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að öll samfélög byggjast upp á gjaldeyrisskapandi verðmætasköpun,“ segir Vilhjálmur. „Það er þannig sem við náum að halda úti okkar velferðarkerfi. Ef það verða hnökrar á slíku mun það bitna á þjóðarbúinu í heild sinni. Þetta er alvarlegur hlutur. Við skulum vona það besta en maður þarf að búa sig undir það versta.“ Víðtæk áhrif Eimskipafélagið sendi tilkynningu til Kauphallar í morgun þar sem fram kemur að bilunin í Norðuráli sé rekstraráfall sem hafa muni neikvæð áhrif á Eimskip. Norðurál sé einn stærsti viðskiptavinur félagsins. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á fjölmörg fyrirtæki. Þess vegna er svo mikilvægt að átta sig á því hvað við erum að tala um langt tímabil,“ segir Vilhjámur. „Við Akurnesingar erum búnir að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar í okkar atvinnumálum á liðnum árum og þetta er ekki það sem við og nærsveitir þurfum á að halda.“
Akranes Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira