Alvöru McKinsey II Halldór Auðar Svansson skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun