Meðvirkni og ófyrirsjáanleiki Þórarinn Hjartarson skrifar 19. ágúst 2021 14:00 Ein grundvallarforsenda laga í réttarríki er fyrirsjáanleiki. Borgarar eiga að geta gengið að lögunum vísum og að þeim sé ekki breytt eftir geðþótta stjórnmálamanna með litlum fyrirvara. Í starfsskilyrðum stjórnvalda segir í umræðum um réttarríkið, lög og athafnafrelsi: „Að þessu virtu hefur réttarríkið einnig þá þýðingu að þær takmarkanir sem lögin setja athafnafrelsi samfélagsþegnanna eru gerðar með ákveðnum hætti. Þessar takmarkanir eru framkvæmanlegar af þegnunum, birtar og þannig fyrirsjáanlegar, skýrar og skiljanlegar.“ Sóttvarnarlög hafa breyst mikið undanfarin misseri og erfitt er að greina nákvæmlega hvernig þau voru áður. Ef við hefðum verið upplýst í upphafi þessa faraldurs um að eftir um eitt og hálft ár myndu 90% landsmanna vera bólusettir gegn veirunni, en fólk þyrfti samt sem áður að búa við 200 manna samkomutakmarkanir, stofufangelsi fyrir smitaða, grímuskyldu í búðum, fjarlægðartakmarkanir, barir myndu loka klukkan 23:00 og að veita þyrfti öllum þeim sem maður ætti viðskipti við persónulegar upplýsingar, myndum við að öllum líkindum vilja spyrja nokkurra spurninga. Í dag, eftir að hafa verið marineruð í alls kyns takmörkunum og bylgjum, erum við hins vegar orðin vön. Jafnvel meðvirk. Við vorum raunar fljót að verða meðvirk. Við sungum lofsöngva um valdhafa með textum sem dásömuðu skerðingu á mannréttindum. Að sæta stofufangelsi var jú tækifæri af allra bestu gerð og ef okkur kæmi til með að leiðast í þessu „heima-spa-i“ af allra bestu gerð, gætum við gert okkur glaðan dag með því að leita á vit ævintýra í bílskúrsútilegu. Í dag er hljóðið í landanum öðruvísi og ber þess merki að margir séu orðnir þreyttir á ástandinu. Stjórnvöld og samstöðuglaðir samborgarar telja okkur þó í trú um að í rauninni eigum við að vera þakklát fyrir það frelsi sem við fáum yfir höfuð að njóta. Á Nýja Sjálandi eru reglurnar jú miklu strangari. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði nýverið í þætti Pallborðsins að helsta kosningamálið yrði ekki Covid heldur hvernig við munum koma til með að koma okkur út úr faraldrinum. Hún sagði að mikilvægt væri að byggja til framtíðar þar sem hugsað væri um heildina en ekki út frá sérhagsmunum. Þessi orð verður að setja í samhengi við það hvernig Svandís sér fyrir sér að koma okkur úr þessum faraldri. Þegar hinn viðmælandi Pallborðsins og kollegi Svandísar, Brynjar Níelsson, kvaðst vera efins um aðgerðir stjórnvalda sagði Svandís honum að tala varlega og að hann mætti ekki gleyma því að við séum nú í heimsfaraldri. Hvenær lýkur því að samþykkt svar við hverskyns athugasemdum sé að við séum í miðjum heimsfaraldri? Hvenær munu svör stjórnvalda um að ómögulegt sé að veita vísbendingar um framhaldið hætta að vera haldbær rök fyrir áframhaldandi ófyrirsjáanleika? Erum við tilbúin að hlusta á heima með Helga til ársins 2030? Skilaboð stjórnvalda vísa til þess að við séum ekki komin út úr þessum faraldri fyrr en að engum stafar hætta á að veikjast af veirunni. En hvað ef veiran er komin til að vera og ómögulegt að útrýma henni alveg? Eru stjórnvöld tilbúin til þess að halda úti þvingunum og takmörkunum um ófyrirsjáanlega framtíð næstu árin? Þeir sérhagsmunir sem Svandís nefndi í þættinum eru ekki vont fólk sem vilja frelsi til þess að arðræna öreigana. Þetta er fólkið sem sér til þess að þau opinberu kerfi sem okkur er svo annt um haldist á floti. Það er ekki fýsilegt í lýðræðissamfélagi að segja fólki sem efast um tímabundin mannréttindabrot að hætta að fokking væla og þakka fyrir að búa ekki í Afghanistan, líkt og Kári Stefánsson sagði nýverið. Með sömu rökum má draga þá ályktun að fólk í Íran ætti ekki að kvarta yfir mannréttindabrotum því að fólk í Norður Kóreu býr við verri kjör. Mögulega er það rétt mat stjórnvalda að glapræði sé að opna allt samfélagið. En það getur ekki verið stefna stjórnvalda að takmarka frelsi fólks til frambúðar ef þessi veira er komin til að vera. Stjórnvöld þurfa að gefa skýr svör um það nákvæmlega hvenær við munum aflétta takmörkunum og njóta okkar eðlilegu mannréttinda á ný, óháð því hvort að Covid-19 sé enn til staðar. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein grundvallarforsenda laga í réttarríki er fyrirsjáanleiki. Borgarar eiga að geta gengið að lögunum vísum og að þeim sé ekki breytt eftir geðþótta stjórnmálamanna með litlum fyrirvara. Í starfsskilyrðum stjórnvalda segir í umræðum um réttarríkið, lög og athafnafrelsi: „Að þessu virtu hefur réttarríkið einnig þá þýðingu að þær takmarkanir sem lögin setja athafnafrelsi samfélagsþegnanna eru gerðar með ákveðnum hætti. Þessar takmarkanir eru framkvæmanlegar af þegnunum, birtar og þannig fyrirsjáanlegar, skýrar og skiljanlegar.“ Sóttvarnarlög hafa breyst mikið undanfarin misseri og erfitt er að greina nákvæmlega hvernig þau voru áður. Ef við hefðum verið upplýst í upphafi þessa faraldurs um að eftir um eitt og hálft ár myndu 90% landsmanna vera bólusettir gegn veirunni, en fólk þyrfti samt sem áður að búa við 200 manna samkomutakmarkanir, stofufangelsi fyrir smitaða, grímuskyldu í búðum, fjarlægðartakmarkanir, barir myndu loka klukkan 23:00 og að veita þyrfti öllum þeim sem maður ætti viðskipti við persónulegar upplýsingar, myndum við að öllum líkindum vilja spyrja nokkurra spurninga. Í dag, eftir að hafa verið marineruð í alls kyns takmörkunum og bylgjum, erum við hins vegar orðin vön. Jafnvel meðvirk. Við vorum raunar fljót að verða meðvirk. Við sungum lofsöngva um valdhafa með textum sem dásömuðu skerðingu á mannréttindum. Að sæta stofufangelsi var jú tækifæri af allra bestu gerð og ef okkur kæmi til með að leiðast í þessu „heima-spa-i“ af allra bestu gerð, gætum við gert okkur glaðan dag með því að leita á vit ævintýra í bílskúrsútilegu. Í dag er hljóðið í landanum öðruvísi og ber þess merki að margir séu orðnir þreyttir á ástandinu. Stjórnvöld og samstöðuglaðir samborgarar telja okkur þó í trú um að í rauninni eigum við að vera þakklát fyrir það frelsi sem við fáum yfir höfuð að njóta. Á Nýja Sjálandi eru reglurnar jú miklu strangari. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði nýverið í þætti Pallborðsins að helsta kosningamálið yrði ekki Covid heldur hvernig við munum koma til með að koma okkur út úr faraldrinum. Hún sagði að mikilvægt væri að byggja til framtíðar þar sem hugsað væri um heildina en ekki út frá sérhagsmunum. Þessi orð verður að setja í samhengi við það hvernig Svandís sér fyrir sér að koma okkur úr þessum faraldri. Þegar hinn viðmælandi Pallborðsins og kollegi Svandísar, Brynjar Níelsson, kvaðst vera efins um aðgerðir stjórnvalda sagði Svandís honum að tala varlega og að hann mætti ekki gleyma því að við séum nú í heimsfaraldri. Hvenær lýkur því að samþykkt svar við hverskyns athugasemdum sé að við séum í miðjum heimsfaraldri? Hvenær munu svör stjórnvalda um að ómögulegt sé að veita vísbendingar um framhaldið hætta að vera haldbær rök fyrir áframhaldandi ófyrirsjáanleika? Erum við tilbúin að hlusta á heima með Helga til ársins 2030? Skilaboð stjórnvalda vísa til þess að við séum ekki komin út úr þessum faraldri fyrr en að engum stafar hætta á að veikjast af veirunni. En hvað ef veiran er komin til að vera og ómögulegt að útrýma henni alveg? Eru stjórnvöld tilbúin til þess að halda úti þvingunum og takmörkunum um ófyrirsjáanlega framtíð næstu árin? Þeir sérhagsmunir sem Svandís nefndi í þættinum eru ekki vont fólk sem vilja frelsi til þess að arðræna öreigana. Þetta er fólkið sem sér til þess að þau opinberu kerfi sem okkur er svo annt um haldist á floti. Það er ekki fýsilegt í lýðræðissamfélagi að segja fólki sem efast um tímabundin mannréttindabrot að hætta að fokking væla og þakka fyrir að búa ekki í Afghanistan, líkt og Kári Stefánsson sagði nýverið. Með sömu rökum má draga þá ályktun að fólk í Íran ætti ekki að kvarta yfir mannréttindabrotum því að fólk í Norður Kóreu býr við verri kjör. Mögulega er það rétt mat stjórnvalda að glapræði sé að opna allt samfélagið. En það getur ekki verið stefna stjórnvalda að takmarka frelsi fólks til frambúðar ef þessi veira er komin til að vera. Stjórnvöld þurfa að gefa skýr svör um það nákvæmlega hvenær við munum aflétta takmörkunum og njóta okkar eðlilegu mannréttinda á ný, óháð því hvort að Covid-19 sé enn til staðar. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun